50. landsleikur Emils

Emil Hallfreðsson.
Emil Hallfreðsson. mbl.is/Golli

Emil Hallfreðsson leikur tímamótalandsleik í dag þegar Íslendingar mæta Lettum í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM.

Emil spilar þá sinn 50. landsleik en hann er aftur kominn inn í hópinn eftir að hafa misst af leikjunum á móti Hollandi og Kasakstan vegna meiðsla. Emil lék sinn fyrsta landsleik í mars 2005 gegn Ítölum á útivelli í leik sem lyktaði með markalausu jafntefli en í leikjunum 49 hefur hann skorað eitt mark, sem hann skoraði gegn Spánverjum í undankeppni EM á Laugardalsvellinum í september 2007.

Þrír leikmenn í núverandi landsliðshópi hafa spilað fleiri leiki en Emil. Það eru Eiður Smári Guðjohnsen (80), Aron Einar Gunnarsson (53) og Birkir Már Sævarsson (50). gummih@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin