Allt í einu aðrar reglur

Guðmundur Þ. Guðmundsson í leiknum gegn Svíum í kvöld.
Guðmundur Þ. Guðmundsson í leiknum gegn Svíum í kvöld. AFP

Guðmundur Þ. Guðmundsson landsliðsþjálfari Dana í handknattleik var afar ósáttur við dómgæsluna í kvöld þegar hans lið mátti sætta sig við jafntefli gegn Svíum, 28:28, í milliriðli Evrópukeppninnar í Póllandi.

„Við fengum ekki að spila okkar sóknarleik sem var mjög furðulegt. Dómararnir voru svo fljótir að gefa merki um leiktöf. Í einni sókninni liðu bara 20-22 sekúndur. Þetta er mjög óvanalegt. Ég er afar óhress því svona hefur ekki verið dæmt til þessa á mótinu, en svo voru allt í einu komnar aðrar reglur í þessum leik," sagði Guðmundur á fréttamannafundi eftir leikinn í Wroclaw.

„Við erum með besta sóknarliðið í allri keppninni en samt var höndin komin á loft í ein tíu skipti í seinni hálfleiknum," sagði Guðmundur og var jafnframt óhress með að hafa tapað dýrmætu stigi.

„Við erum svekktir yfir því að hafa ekki unnið lelikinn því við vorum þremur mörkum yfir þegar tvær mínútur voru eftir. Við lentum í miklu basli í lokin og það þurfum við að skoða betur," sagði Guðmundur en úrslitin þýða að lið hans á ekki tapa gegn Þjóðverjum annað kvöld því þá missir það líkast til af sæti í undanúrslitum.

„Við verðum að sigra Þýskaland. Nú er komin upp ný staða því við getum ekki leyft okkur að tapa. Þannig er þetta bara, við breytum engu héðan af," sagði Guðmundur Þ. Guðmundsson.

Danir leika við Þjóðverja áður en Spánverjar mæta Rússum í lokaumferðinni annað kvöld.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 18. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 18. APRÍL

Útsláttarkeppnin