Meiri meiðslavandræði hjá Frökkum

Lassana Diarra straujar Þjóðverjann Jonas Hector.
Lassana Diarra straujar Þjóðverjann Jonas Hector. AFP

Franska knattspyrnusambandið tilkynnti rétt í þessu á twitter-síðu sinni að miðjumaðurinn Lassana Diarra yrði ekki með á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar.

Diarra, sem lék áður fyrir Chelsea, Arsenal og Real Madrid en leikur nú fyrir Marseille, varð fyrir meiðslum á vinstra hnéi og missir því af EM. Morgan Schneiderlin, leikmaður Manchester United, kemur í hans stað.

Gestgjafar Frakka verða án margra mikilvægra leikmanna á EM í sumar, þar á meðal Raphael Varane, Mamadou Sakho, Karim Benzema og Mathieu Valbuena en þeir tveir síðarnefndu eru utan hóps vegna kúgunarmálsins alræmda, þar sem Benzema var talinn hafa verið í slagtogi með mönnum sem reyndu að kúga fé úr Valbuena.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 28. MARS

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 28. MARS

Útsláttarkeppnin