Ísland á 0,2% möguleika á EM

Ísland er ekki líklegt til afreka samkvæmt Goldman Sachs.
Ísland er ekki líklegt til afreka samkvæmt Goldman Sachs. Ljósmynd/Foto Olimpik

Samkvæmt nýju spálíkani hagfræðinga bankans Goldman Sachs á íslenska karlalandsliðið aðeins 0,2% sigurlíkur á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar. Spálíkanið gefur Íslandi rétt undir 50% líkur á að komast upp úr riðli sínum.

Í tölfræðilegri greiningu sinni leit hagfræðingateymi Goldman Sachs til frammistaða í liðnum leikjum, hve mörg mörk liðin hafa skorað og fengið á sig ásamt sæti liðsins á heimslistanum. Út frá þeim upplýsingum var greint hversu líkleg til afreka öll lið á EM séu.

Því er spáð að Ísland tapi 2:1 á móti Portúgal, en nái 1:1 jafntefli bæði gegn Austurríki og Ungverjalandi. Líkurnar á að Ísland komist í undanúrslit eru 3,5%, í úrslit 1%, og sigurlíkur á EM eru 0,2%.

Sigurstranglegustu liðin eru Frakkland með 23,1% sigurlíkur, Þýskaland með 19,9% sigurlíkur og Spánn með 13,6%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

LEIKIR Í DAG - 19. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 19. APRÍL

Útsláttarkeppnin