Nærvera Benzema hefði skapað vandræði

Benzema leikur ekki með Frökkum á Evrópumótinu.
Benzema leikur ekki með Frökkum á Evrópumótinu. AFP

Franski sóknarmaðurinn Karim Benzema getur engum nema sjálfum sér um kennt að hann er ekki í leikmannahópi Frakka fyrir Evrópumótið sem hefst eftir tvo daga í Frakklandi.

Þetta er mat fyrrverandi varnarmanns franska liðsins, Marcel Desailly, en hann varð heims- og Evrópumeistari með Frökkum á leikmannaferli sínum. „Það er örugglega of mikið fyrir franska knattspyrnusambandið að hafa einhvern með sem gæti skapað vandræði. Benzema myndi ekki sjálfur skapa vandræði en nærvera hans myndi gera fréttamönnum kleift að skrifa óþægilegar fréttir, tengdar honum,“ sagði Desailly.

Op­in­ber skýr­ing á fjar­veru Benzema í hópn­um er sú að fram­herj­inn er tal­inn hafa átt hlut að máli í fjár­kúg­un glæpa­geng­is gagn­vart Mat­hieu Val­bu­ena, liðsfé­laga hans hjá franska liðinu. Benzema tel­ur hins veg­ar að Di­der Deschamps, þjálf­ari franska liðsins, hafi látið und­an þrýst­ingi franskra þjóðern­is­sinna.

„Það var því ákveðið að það væri betra að taka Benzema ekki með. Slíkar ákvarðanir eru þjálfurum alltaf erfiðar,“ bætti Desailly við.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin