Við unnum fyrir þessu

Íslenskir stuðningsmenn fagna í Saint-Étienne í gærkvöld.
Íslenskir stuðningsmenn fagna í Saint-Étienne í gærkvöld. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

,,Við áttum hreinlega bara að vinna þetta,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, og brosti í kampinn þegar Morgunblaðið spjallaði við hann eftir frækna frammistöðu íslenska liðsins gegn Portúgölum í fyrsta leiknum á EM í knattspyrnu í gær. 1:1 urðu úrslitin í leik þar sem Hannes Þór átti frábæran leik á milli stanganna.

,,Okkur líður auðvitað mjög vel með þessi úrslit. Portúgalar eru með eitt af bestu liðum í heimi og að gera jafntefli við þá í fyrsta leik á stórmóti er alveg magnað. Mér fannst við verðskulda þessi úrslit. Við unnum svo sannarlega fyrir þessu stigi. Menn lögðu allt í leikinn. Við vörðumst frábærlega vel sem ein liðsheild og þessi tilfinning að spila fyrsta leik á stórmóti fyrir Ísland með átta þúsund Íslendinga með okkur í liði og með stórfjölskylduna á leiknum var ólýsanleg,“ sagði Hannes sem sýndi stórbrotna markvörslu í fyrri hálfleik þegar hann varði skalla frá Nani af stuttu færi.

Sjá ítarlega umfjöllun um landsleikinn í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin