Hvað gerir Gera í dag?

Zoltan Gera, hvítklæddur, í baráttu við David Alaba í leik …
Zoltan Gera, hvítklæddur, í baráttu við David Alaba í leik Ungverja og Austurríkismanna. AFP

Ungverski miðjumaðurinn Zoltán Gera er leikmaður sem margir áhugamenn um ensku knattspyrnuna kannast við en hann lék í sjö ár í úrvalsdeildinni með Fulham og WBA.

Gera vakti hvað mesta athygli í Evrópudeildarævintýri Fulham tímabilið 2009-10 þar sem hann átti m.a. stórleik og skoraði tvö mörk þegar Lundúnafélagið sló ítalska risann Juventus út í átta liða úrslitum með 4:1 sigri. Svo gerði hann sigurmarkið gegn Hamburger SV í undanúrslitum, 2:1. Hann var valinn leikmaður ársins þennan vetur, ekki síst fyrir frammistöðu sína í Evrópudeildinni þar sem Fulham tapaði fyrir Atlético Madrid í framlengdum úrslitaleik.

Gera er orðinn 37 ára en er ennþá í lykilhlutverki hjá Ungverjum. Hann tekur ekki lengur eins mikinn þátt í sóknarleiknum og á árum áður en er liðinu óhemju mikilvægur sem varnartengiliður. Enginn í liðinu var skráður með jafnmargar tæklingar og Gera í sigrinum óvænta gegn Austurríkismönnum í fyrstu umferðinni.

Undanfarin tvö tímabil hefur Gera spilað með gamla stórveldinu Ferencváros í heimalandi sínu. Þar hefur hann fagnað tveimur meistaratitlum og fyrir fimm vikum skoraði Gera sigurmarkið, 1:0, þegar Ferencváros vann Újpest í úrslitaleik ungversku bikarkeppninnar.

Sjá alla greinina um Ungverjana og EM í knattspyrnu í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

LEIKIR Í DAG - 20. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 20. APRÍL

Útsláttarkeppnin