Ég tapaði aldrei á móti Englandi

Lars Lagerbäck fylgist með leiknum gegn Austurríki í dag.
Lars Lagerbäck fylgist með leiknum gegn Austurríki í dag. AFP

Annar landsliðsþjálfara, Lars Lagerbäck, hlakkar til 16-liða úrslitanna en Ísland mætir Englandi í næstu umferð EM í knattspyrnu í Nice á mánudagskvöldið.

„Venjulega er ég rólegur en í þetta skiptið... vegna þess að maður vill þetta svo mikið fyrir Ísland og stuðningsmennina, sem hafa verið frábærir. Þetta eru ekki bara þjálfari og liðið,“ sagði Lagerbäck eftir 2:1-sigurinn gegn Austurríki í París í dag.

AFP

Sænski þjálfarinn tapaði aldrei gegn Englandi þegar hann stýrði sænska landsliðinu og líst því vel á að mæta enska liðinu:

„Hvaða lið sem við hefðum fengið væri erfiður andstæðingur. Það er hins vegar ágætt að mæta Englandi; ég tapaði aldrei fyrir þeim þegar ég þjálfaði Svíþjóð. Við mættumst fimm eða sex sinnum. Vonandi heldur það góða gengi áfram,“ bætti Lagerbäck við.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin