Krefjast afsökunarbeiðni frá Ronaldo

Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. AFP

Forráðamenn portúgölsku sjónvarpsstöðvarinnar Correio da Manha TV, vilja fá afsökunarbeiðni frá Cristiano Ronaldo en stórstjarnan brást illa við spurningu fréttamanns stöðvarinnar í gær. Viðskiptum þeirra lauk með því að Ronaldo henti hljóðnema fréttamannsins í nærliggjandi vatn.

Carlos Rodrigues er framkvæmdastjóri sjónvarpsstöðvarinnar og honum er ekki skemmt.

„Þetta er alvarlegt og um leið niðurlægjandi fyrir alla þjóðina,“ sagði Rodrigues í samtali við vefmiðilinn Sport.

„Það hefur allur heimurinn séð þetta atvik og við eigum í það minnsta inni afsökunarbeiðni frá Ronaldo og portúgalska knattspyrnusambandinu. Ronaldo er fyrirliði landsliðsins og sem slíkum ber honum að sýna gott fordæmi.

Við munum grípa til aðgerða innan skamms. Þannig getum við vonandi komið í veg fyrir slík atvik í framtíðinni og í leiðinni fordæmt svona hegðun,“ sagði Rodrigues.

Correio da Manha TV er, eins og áður segir, sjónvarpsstöð en einnig er gefið út vinsælt dagblað í Portúgal undir sama nafni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin