Markið sem gaf Englandi von

Ljósmynd/skjáskot

Ensku dagblöðin virðast flest hrósa happi yfir því að Arnór Ingvi Traustason skyldi skora sigurmark Íslands gegn Austurríki í gærkvöld, og þar með sjá til þess að England mæti Íslandi en ekki Portúgal í 16-liða úrslitum EM í knattspyrnu.

Á forsíðum íþróttablaðs The Times má til að mynda sjá stóra mynd af marki Arnórs með fyrirsögninni „Mark sem gaf Englandi von“. Þar segir að England hafi „sloppið við“ að mæta Cristiano Ronaldo og Portúgal eftir magnaðan endi á keppni í F-riðli.

„Nice one my son“ segir á forsíðu Sun Sport, þar sem einnig er bent á í undirfyrirsögn að Englandi hafi verið bjargað frá Ronaldo. Forsíður fleiri blaða má sjá hér að neðan.

Ljósmynd/skjáskot
Ljósmynd/skjáskot
Ljósmynd/skjáskot
Ljósmynd/skjáskot
Ljósmynd/skjáskot
mbl.is

LEIKIR Í DAG - 18. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 18. APRÍL

Útsláttarkeppnin