Á bátsferð um Signu í stað Íslandsleiks

Roy Hodgson er ekkert að stressa sig mikið á hlutunum.
Roy Hodgson er ekkert að stressa sig mikið á hlutunum. AFP

Áður hefur fram komið í fjölmiðlum að Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, hafi kosið að horfa ekki á leik Íslands og Austurríkis á Stade de France, lokaleik liðanna í riðlakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu.

Sagt var að Hodgson hefði verið í París að skoða borgina án þess að farið væri nánar út í það.

Nú er það hins vegar orðið ljóst að Hodgson fór ásamt aðstoðarmanni sínum Ray Lewington, sem aldrei hafði áður komið til Parísar, að skoða sjálfa Notre Dame-dómkirkju í miðborg Parísarborgar. Síðar fóru þeir félagar svo einnig saman í bátsferð á Signu, ánni sem rennur í gegnum París.

Hodgson hefur hins vegar brugðist við fréttunum og sagt þær hlægilegar, honum hafi ekki yfirsést neitt, og hann hafi augljóslega alls kyns myndbandsupptökur af íslenska liðinu til að styðjast við í greiningarstarfi sínu fyrir leikinn auk þeirra fimm starfsmanna enska knattspyrnusambandsins sem voru á vellinum.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin