„Ég er ekki þreyttur“

Harry Kane er klár í slaginn við Íslendinga.
Harry Kane er klár í slaginn við Íslendinga. AFP

Harry Kane hefur ekki verið áberandi í liði Englendinga þrátt fyrir að hafa verið í byrjunarliði í fyrstu tveimur leikjum liðsins á EM í Frakklandi en hann þvertók fyrir það  á blaðamannafundi að hann væri þreyttur. 

„Ég er ekki þreyttur. Ég hef lent í þessu áður. Fólk talaði um það sama á síðasta ári þegar ég var með U21 árs liðinu,“ sagði Kane.

„Ég er 100% ferskur, er á tánum og er klár í slaginn og ef ég fæ kallið mun ég gefa 110% í þetta,“ sagði Kane.

Enskir fjölmiðlar segja ekkert annað koma til greina en að Englandi fari áfram gegn Íslandi og eru þegar farnir að hafa áhyggjur af því hvaða liðum þeir mæta líklegast á seinni stigum keppninnar, en það gætu t.d. orðið Frakkar í 8-liða og Spánverjar, Ítalir eða Þjóðverjar í undanúrslitunum.

„Við erum nokkuð rólegir. Það hefur mikið verið talað um þessa hlið 8-liða úrslitanna, en við leikmennirnir höfum trú á okkur,“ sagði Kane.

„Ef þú ætlar þér að vinna stórmót þarftu að spila við bestu liðin, við erum rólegir og einbeitum okkur að Íslandi núna,“ sagði Kane.

Kane býst við Íslendingum aftarlega á vellinum og er klár í þann slag.

„Af því sem við höfum séð af Íslandi, þá líkar þeim það og sækja svo á í skyndisóknum, en ef við viljum fara áfram og fara langt, þá þurfum við að geta tekist á við það,“ sagði Kane.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 24. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 24. APRÍL

Útsláttarkeppnin