Það voru ekki þessir gaurar

Ragnar Sigurðsson á blaðamannafundi á dögunum og Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari …
Ragnar Sigurðsson á blaðamannafundi á dögunum og Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari í baksýn. AFP

Landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson segist ekki óttast það að verða með stjörnuglampa í augunum þegar hann mætir enska landsliðinu í knattspyrnu í 16-liða úrslitunum á mánudagskvöld í Evrópukeppni karla í knattspyrnu.

Ragnar segir þó drauminn vera að rætast þar sem allir íslensku leikmennirnir hafi fylgst með ensku úrvalsdeildinni á yngri árum. Það gildi hins vegar einu þar sem enginn af þeim spilar lengur fyrir enska landsliðið.

„Við munum ekki verða með stjörnunar í augunum gegn Englandi. Jafnvel þó að við höfum alist upp við það að horfa á ensku leikmennina, þá voru það ekki þessir gaurar. Okkur er alveg sama og munum gefa allt sem við eigum,“ sagði Ragnar Sigurðsson við The Guardian.

Leikmenn á borð við David Beckham, Robbie Fowler, Paul Scholes og Alan Shearer hefðu væntanlega verið líklegri til þess að blinda íslensku leikmennina.

„Ég hef spilað gegn Spáni, en þegar ég er að keppa sit ég ekki bara og dáist að einhverjum, ég reyni að stöðva þá. Auðvitað, þegar þú horfir á menn á borð við (Andrés) Iniesta í sjónvarpinu, þá geturðu notið þess að sjá hæfileika hans, en í leik er þetta öðruvísi,“ sagði Ragnar Sigurðsson, grjótharður að vanda.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 24. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 24. APRÍL

Útsláttarkeppnin