Við erum öðruvísi

Wayne Rooney á blaðamannafundi í gær.
Wayne Rooney á blaðamannafundi í gær. AFP

Tíu ár eru liðin frá því að enska landsliðið vann síðast leik í útsláttarkeppni á lokamóti. Það var gegn Ekvador á HM 2006. Það er einnig eini sigurinn á því stigi lokamóta sem fyrirliði Englands, Wayne Rooney, hefur tekið þátt í.

Að mati Englendinga fá þeir nú gullið tækifæri til þess að breyta því er þeir mæta Íslandi í 16-liða úrslitum á mánudagskvöld í Nice á Evrópmótinu í knattspyrnu.

Það kom Rooney á óvart hversu langt síðan það var sem England vann síðast leik á seinni stigum lokamóta. „Ekvador? “ spurði hann til baka og lýsti svo þeim vonbrigðum sem hann hefur þurft að þola með enska landsliðinu undanfarin ár.

Hann hafi fundið fyrir pressu sem „gulldrengurinn“ eins og hann var eitt sinn kallaður af Sven-Göran Eriksson, fyrrverandi landsliðsþjálfara Englands. Nú eru hins vegar breyttir tímar.

„Ég hef fundið fyrir mikilli pressu á undanförnum mótum og fundist eins og það ætti að vera ég sem eigi að vinna leiki og mót. En núna höfum við fullt af leikmönnum sem geta gert það,“ sagði Rooney.

„Pressan er á okkur öllum að gera vel, en ég hef alltaf farið inn á mót haldandi það að ef ég spila ekki minn besta leik, þá eigum við ekki möguleika á að vinna,“ sagði Rooney, kokhraustur.

„En við erum öðruvísi, við höfum sigurvegara. Við höfum fimm eða sex leikmenn sem geta unnið leiki upp á eigin spýtur, og ég get ekki sagt að við höfum alltaf haft það,“ sagði Rooney.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 29. MARS

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 29. MARS

Útsláttarkeppnin