Yrðu óvæntustu úrslitin í sögu EM

Íslendingar fagna marki gegn Austurríki.
Íslendingar fagna marki gegn Austurríki. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Fyrrverandi landsliðsmaður Englendinga og nú einn af sparkspekingum Sky Sports spáir öruggum sigri Englendinga gegn Íslendingum í 16-liða úrslitunum á EM sem fram fara í Nice á mánudagskvöldið.

„Ef við vinnum ekki þennan leik yrðu það klárlega óvæntustu úrslitin í sögu Evrópumótsins. Það búa fleiri í London en á Íslandi og það búa næstum því fleiri í Newcastle. Þú þarft að setja þetta í samhengi,“ segir Paul Merson, sem lék 21 leik með enska landsliðinu og skoraði í þeim 3 mörk en Merson lék lengi með Arsenal.

„Ég sé ekkert annað en að England vinni. Við hefðum ekki getað fengið betri mótherja. Einu áhyggjur mínar eru þessi löngu innköst hjá íslenska liðinu eins og Stoke og Wimbledon og með þeim getur þú alltaf verið inni í leiknum. Íslendingar skoruðu mark eftir langt innkast í leiknum á móti Austurríki og þetta er eitthvað sem Englendingar þurfa að vera á varðbergi gegn,“ segir Merson sem spáir Englendingum sigri, 3:0.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin