„Þeir elska að verjast“

Jamie Vardy og Gylfi Þór Sigurðsson.
Jamie Vardy og Gylfi Þór Sigurðsson. AFP

Englendingar hefðu kannski verið betur settir að mæta Portúgölum en Íslendingum í 16-liða úrslitunum á Evrópumótinu segir einn af þjálfurum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Slaven Bilic, knattspyrnustjóri West Ham, segir þetta í viðtali við enska blaðið Daily Mail en England og Ísland eigast við í 16-liða úrslitunum á EM í Nice á mánudagskvöldið. Ef leik Íslendinga og Austurríks hefði lyktað með jafntefli hefðu Englendingar mætt Portúgölum í 16-liða úrslitunum en Ísland hefði leikið á móti Króatíu.

„Ég sé að mörgum var létt þegar ljóst var að England mætir Íslendingum í stað Portúgals en þetta eru ekki svo góðar fréttir. Þið munið að Englendingar áttu í vandræðum með að brjóta Slóvaka niður og nú þurfa þeir að glíma við Íslendinga sem eru jafnvel bara sterkari í vítateignum og elska að verjast. Það er þeirra listgrein,“ segir Bilic.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin