Þrír stórleikir á EM í dag

Gareth Bale
Gareth Bale AFP

Evrópumótið í knattspyrnu heldur áfram í Frakklandi í dag en þá fara fram þrír leikir. Sannkallaður Bretlandsslagur verður í París þar sem Wales og Norður-Írland mætast á Parc de Princes-leikvanginum.

Leikir dagsins á EM:

13:00   Sviss - Pólland    

Leikstaður: Stade Geoffroy Guichard, Saint-Etienne.

Meiðsli: Enginn

Leikbönn: Bartosz Kapustka (POL)

Bæði lið eru taplaus á mótinu. Sviss lenti í öðru sæti A-riðils og Pólland lenti í öðru sæti C-riðils.

Sigurvegarinn mætir Króatíu/Portúgal í átta liða úrslitum.

16:00   Wales - Norður-Írland    

Leikstaður: Parc des Princes, Paris.

Meiðsli: Enginn

Leikbönn: Enginn

Wales lenti í fyrsta sæti B-riðils og Norður-Írland lenti í þriðja sæti C-riðils.

Sigurvegarinn mætir Ungverjalandi/Belgíu í átta liða úrslitum.

19:00   Portúgal - Króatía    

Leikstaður: Stade Bollaert-Delelis, Lens.

Meiðsli: Enginn

Leikbönn: Enginn

Króatía lenti í fyrsta sæti D-riðils og Portúgal lenti í þriðja sæti F-riðils.

Sigurvegarinn mætir Sviss/Póllandi í átta liða úrslitum.

Cristiano Ronaldo
Cristiano Ronaldo AFP

 

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 19. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 19. APRÍL

Útsláttarkeppnin