Líf þeirra mun breytast

Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, sagði á fréttamannafundi í Nice fyrir stundu að takist íslenska liðinu að sigra England annað kvöld muni það hafa gífurleg áhrif á íslenska knattspyrnu.

„Strákarnir eru í þeirri stöðu núna að þeir geta ekki tapað. Þeir hafa þegar náð frábærum árangri, unnið hug og hjörtu allra Íslendinga fyrir frammistöðu sína og ef þeir standa sig vel gegn Englandi verða þeir alltaf sigurvegarar, hvernig sem fer.

En ef við vinnum England mun líf þeirra breytast, þá mun líf okkar allra sem erum í kringum þetta lið breytast. Íslenskur fótbolti mun gengishækka, umtal um hann mun breytast og verða öðruvísi í framtíðinni.

Ég hef oft sagt að ef menn vilja fá það besta út úr lífinu verða þeir að vera tilbúnir þegar rétta tækifærið kemur. Ég held að íslenskir knattspyrnumenn fái ekki stærra tækifæri en að mæta Englandi í sextán liða úrslitum á morgun. Þetta er þeirra svið, og það er þeirra að spila úr því. En þessir strákar eru þannig að þeir verða alltaf sigurvegarar ef þeir standa sig vel,“ sagði Heimir Hallgrímsson.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin