Markvörður Englendinga slakastur

Joe Hart með ljónið í dag.
Joe Hart með ljónið í dag. AFP

Joe Hart, markvörður enska landsliðsins í knattspyrnu, var slakastur á síðustu æfingu liðsins, en sá leikmaður sem er slakastur hverju sinni þarf að vera með lukkudýrið á bakinu fram að næstu æfingu liðsins.

Enska liðið undirbýr sig af kappi fyrir leikinn gegn Íslandi í 16-liða úrslitum Evrópumótsins sem fer fram í Frakklandi. Leikurinn fer fram í Nice annað kvöld en Roy Hodgson, þjálfari Englands, skoðaði leikvanginn ásamt leikmönnum liðsins í dag.

Það er hefð í enska liðinu á þessu móti að sá leikmaður sem er slakastur á æfingum þarf að bera tusku- og lukkudýrið Leo á bakinu fram að næstu æfingu.

Joe Hart, markvörður enska liðsins, var slakastur á síðustu æfingu liðsins, en það boðar vonandi gott fyrir leikinn á morgun að hann sé ekki heitur þessa stundina.

Jack Wilshere, John Stones, Wayne Rooney og Chris Smalling hafa allir sést með ljónið á sér en nú hefur Hart tekið við keflinu.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin