Spá íslenskum sigri í sólinni í Nice

Það var líf og fjör þegar mbl.is fór á stúfana í Nice um hádegisbil í dag. Eins og gefur að skilja mátti víða sjá Íslendinga, enda ekki nema rúmur sólarhringur þar til Ísland og England mætast í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu í þessari fallegu hafnarborg í suðurhluta Frakklands.

„Ég sá að ég yrði að upplifa þetta aftur ef við kæmumst áfram. Svo við rukum af stað í nótt og vorum að lenda,“ sagði Ólafur Gíslason í samtali við mbl.is, sem var bjartsýnin uppmáluð eins og þau Matthildur, Ríkharður, Gísli og Einar sem rætt er við í meðfylgjandi myndskeiði.

Þau sammæltust einum rómi um að Gylfi Þór Sigurðsson væri þeirra uppáhaldsleikmaður í íslenska liðinu. Öll spáðu þau svo íslenskum sigri og voru ekki mikið að kippa sér upp við hitann sem ríkti í Nice þegar blaðamaður fiskaði eftir því.

Ungviðið sendi svo íslenska liðinu hvatningarorð í lokin sem sjá má í lok myndskeiðsins hér að ofan.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 19. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 19. APRÍL

Útsláttarkeppnin