Það fljótasta í sögu EM

Robbie Brady skorar af vítapunktinum í dag.
Robbie Brady skorar af vítapunktinum í dag. AFP

Robbie Brady, leikmaður Írlands, kom sér í sögubækur Evrópumótsins í knattspyrnu þegar hann skoraði gegn Frökkum í sextán liða úrslitunum í dag.

Írland fékk vítaspyrnu eftir eina mínútu og 58 sekúndur, sem er fljótasta víti í sögu Evrópumótsins. Brady kom boltanum í netið skömmu síðar og bætti þar með met Luka Modric, sem skoraði á fjórðu mínútu af vítapunktinum fyrir Króatíu á EM 2008 gegn Austurríki.

Ekki dugði það Írum hins vegar sem eru úr leik eftir að Frakkar komu til baka og unnu 2:1 sigur.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 16. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 16. APRÍL

Útsláttarkeppnin