Þrír leikir á EM í dag

Thomas Müller, Mats Hummels og félagar í þýska landsliðinu mæta …
Thomas Müller, Mats Hummels og félagar í þýska landsliðinu mæta Slóvakíu. AFP

Pólland, Wales og Portúgal urðu í gær fyrstu liðin til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum á EM karla í knattspyrnu. Í dag bætast þrjú lið í hópinn.

Dagurinn hefst á leik heimamanna í franska landsliðinu við Íra. Þjóðirnar mættust í eftirminnilegu einvígi um sæti á HM 2010 þar sem úrslitin réðust með marki Thierry Henry eftir að hann slapp með að handleika boltann. Sigurvegarinn í leik Íra og Frakka mætir Íslandi eða Englandi í 8-liða úrslitunum.

Þýskaland og Slóvakía mætast kl. 16 og sigurvegararnir í riðli Íslands, Ungverjar, mæta svo Belgíu kl. 19.

Á morgun mætast Ítalía og Spánn kl. 16 og leikur Íslands og Englands hefst svo kl. 19.

Leikir dagsins:
13.00: Frakkland - Írland
16.00: Þýskaland - Slóvakía
19.00: Ungverjaland - Belgía

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 19. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 19. APRÍL

Útsláttarkeppnin