Öllu lokað á miðnætti

Menn hafa það á orði að brandarinn um að það …
Menn hafa það á orði að brandarinn um að það sé nice í Nice hafi formlega runnið sitt skeið. Golli

Borgaryfirvöld í Nice hafa gefið út þá tilskipun til kjörbúða og stórmarkaða í Nice í Frakklandi að selja ekki áfengi í dag. Tilefnið er jú leikur Íslands og Englands í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu sem fram fer í kvöld. Enn getur fólk þó nálgast vínanda á veitingastöðum ef vilji er fyrir hendi. 

Glatt var á hjalla hjá stuðningsmönnum beggja liða í gærkvöldi. Skiptust stuðningsmenn á að syngja landsliðum sínum og þjóðum til stuðnings. Allt fór vel fram og sungu enskir meðal annars um það hve þjóðirnar væru vel tengdar þar sem þær væru báðar utan Evrópusambandsins. 

Gengu hú-andi um götur Nice

Á miðnætti var öllum veitingastöðum borgarinnar lokað en sú tilskipun kom einnig frá borgaryfirvöldum vegna leiksins og verður sami háttur hafður á í kvöld. Þegar Íslendingar fóru á barinn eftir það fengu þeir þær upplýsingar að viðurlögin við sölu áfengra drykkja væri há sekt. 

Næsta klukkutímann gengu hundruð Íslendinga eftir götum borgarinnar. Hvarvetna er fólk beðið um að gera „hú!“ sem er orðið nokkurs konar einkennishvatning Íslands í mótinu. Gengu Íslendingar því hú-andi um götur borgarinnar þar til miðbærinn þagnaði loks um tvöleytið.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin