Kemst liðið enn lengra?

Lars Lagerbäck á landsliðsæfingu í Nice í gær. Ef leikurinn …
Lars Lagerbäck á landsliðsæfingu í Nice í gær. Ef leikurinn í kvöld tapast kveður hann þar með íslenska landsliðið. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Þegar loksins kom að því að Ísland og England mættust í alvörulandsleik í knattspyrnu karla þá gat sviðið varla orðið stærra. Liðin berjast í kvöld á Allianz Riviera-leikvanginum í Miðjarðarhafsborginni sólríku Nice um hvort þeirra mætir Frökkum í átta liða úrslitum Evrópukeppninnar. Óhætt er að segja að þau komi hvort úr sinni áttinni.

Englendingar hafa ávallt talið sig tilheyra bestu knattspyrnuþjóðum heims, enda þótt gengi þeirra hafi verið köflótt og það ekki unnið stóran titil í fimmtíu ár. Væntingar til enska liðsins í þessari keppni eru margfaldar umfram það sem hægt er að segja um íslenska liðið, enda var vart hægt að finna ólíkari mótherja en England og Ísland á þessu stigi keppninnar, ef litið er til sögunnar. Ísland er á þessu stóra sviði í fyrsta skipti og mætir með það ótrúlega veganesti í farangrinum að hafa ekki tapað leik í úrslitakeppni á stórmóti.

Vissulega er enska liðið mun sigurstranglegri aðilinn þegar flautað verður til leiks klukkan 19 að íslenskum tíma í kvöld, 21 að staðartíma. Mun sigurstranglegri. En Lars Lagerbäck hefur alla tíð svarað spurningum um sigurmöguleika Íslands á þann hátt að í fótbolta sé alltaf hægt að vinna leiki. Sama hver andstæðingurinn er. Sú speki hefur heldur betur sýnt sig og sannað. Og því má spyrja sig: Getur lið sem hefur sigrað Holland tvisvar, Tyrkland, Tékkland og Austurríki, og gert jafntefli við Portúgal og Ungverjaland, ekki alveg eins lagt Englendinga að velli?

Sjá greinina í heild og ítarlega umfjöllun um EM og viðureign Íslands og Englands í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

LEIKIR Í DAG - 28. MARS

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 28. MARS

Útsláttarkeppnin