Ríkjandi Evrópumeistarar úr leik

Spánn sem hafði titil að verja á Evrópumótinu í knattspyrnu karla mun ekki fara með Evrópumeistarabikarinn aftur til Spánar þar sem liðið laut í lægra haldi fyrir Ítalíu, 2:0, í 16 liða úrslitum mótsins á Stade de France í dag. 

Ítalir náðu því að hefna fyrir tap liðsins gegn Spáni í úrslitlaleik mótsins á síðasta móti árið 2012. Spánverjar sem urðu einnig Evrópumeistarar árið 2008 eru þar af leiðandi úr leik, en Ítalir mæta Þýskalandi í átta liða úrslitum mótsins í Bordeaux á laugardaginn kemur. 

Giorgio Chiellini kom Ítalíu yfir á 33. mínútu leiksins með skoti af stuttu færi eftir að David de Gea, markvörður Spánar, náði ekki að halda skoti Éder úr aukaspyrnu. Graziano Pellé gulltryggði svo sigur Ítala með marki sínu í uppbótartíma leiksins. 

90. Leik lokið með 2:0 sigri Ítalíu. 

90. MARK. Staðan er 2:0 fyrir Ítalíu. Pellé gulltryggir sigur Ítalíu skorar og tryggir liðinu sæti í átta liða úrslitum keppninnar. Pellé fær frábæra fyrirgjöf og skorar með skoti af stuttu færi. 

89. Buffon, markvöður Ítalíu, ver frábærlega og bjargar því að Pique jafni metin fyrir Spán. 

88. Busquets, leikmaður Spánar, er áminntur með gulu spjaldi. 

88. Thiago Motta, leikmaður Ítaliu, er áminntur með gulu spjaldi og verður í leikbanni í næsta leik ef Ítalir fara áfram. 

86. Pedro sem var að koma inná sem varamaður hjá Spáni hársbreidd frá því að ná að setja tána í boltann og jafna metin fyrir Spán. 

84. Insigne, leikmaður Ítalíu stimplar sig strax inn í leikinn þegar hann kemur sér í færi með hraða sínum, en David de Gea, markvörður Spánar, ver slappt skot hans. 

84. Skipting hjá Ítalíu. Florenzi fer af velli og Darmian kemur inná.  

82. Skipting hjá Ítalíu. Éder kemur inná og Insigne kemur inná. 

81. Skipting hjá Spáni. Aduriz fer meiddur af velli og Pedro kemur inná.  

77. Aftur ver Buffon ver að þessu sinni var það Piqué sem reynir á ítalska markvörðinn og freistar þess að jafna metin fyrir Spán. 

76. Iniesta, miðjumaður Spánar, með fast skot af vítateigslínunni sem Buffon, markvörður Ítalíu ver. 

75. Antonio Conte, þjálfari Ítalíu, sparkar boltanum af öllu afli þegar hann rennur til hans eftir að Ítalir missa botlann klaufalega. Conte er aðvaraður fyrir þessa tilburði sína.   

71. Ramos, varnarmaður Spánar, með skalla yfir mark Ítala eftir hornspyrnu Fabregas.  

70. Skipting hjá Spáni. Morata fer af velli og Vázquez kemur inná. 

69. Aduriz, framherji Spánar, með skot framjá í fínu færi.     

62. Ítalir hársbreidd frá því að tvöfalda forystu sína. Éder leggur boltann út á De Sciglio sem David de Gea slær boltann í burtu frá hættusvæðinu. 

56. Aduriz sem kom inná í framlínu Spánar í hálfleik með skalla framhjá í fínu færi. 

55. Éder, framherji Ítalíu, sleppur einn í gegnum vörn Spánar, en David de Gea, markvörður Spánar, bjargar með góðu úthlaupi. 

53. Skipting hjá Ítalíu. De Rossi fer af velli og Thiago Motta kemur inná. 

52. Sókn Spánverja er að þyngjast og þeir vilja tvívegis fá vítaspyrnu á skömmum tíma, en Cüneyt Çakır, dómari leiksins, verður ekki við bón þeirra í hvorugt skiptið. 

49. Spánn fær aukaspyrnu í fínni fyrirgjafarstöðu. Aukaspyrna Silva er fín, en De Rossi kemur boltanum í horn. 

46. Hætta upp við mark Spánverja eftir góðan sprett frá Florenzi, en Pique bægir hættunni frá. 

46. Seinni hálfleikur er hafinn. 

46. Skipting hjá Spáni. Nolito fer af velli og Aduriz fer af velli. 

45. Hálfleikur. Staðan er 1:0 fyrir Ítalíu í hálfleik. 

45. Giaccherini, miðjumaður Ítalíu, nálægt því að skora annað mark Ítala, en David de Gea, markvörður Spánar, ver gott skot hans frá vítateigshorninu í horn.   

40. Nolito, leikmaður Spánar, er áminntur með gulu spjaldi fyrir brot. 

37. Spánn fær aukaspyrnu í fínni fyrirgjafarstöðu, en aukaspyrna Silva siglir aftur fyrir endamörk við mark Ítala.  

33. MARK. Staðan er 1:0 fyrir Ítalíu. Ítalir fá aukaspyrnu á hættulegum stað. Éder skýtur að marki og David de Gea, markvörður Spánar, nær ekki að halda boltanum og Chiellini kemur boltanum í netið af stuttu færi.   

28. Iniesta, miðjumaður Spánar, með skot af löngu færi sem Buffon, markvörður Ítalíu, ver nokkuð auðveldlega. 

24. Parolo, miðjumaður Ítalíu, með skalla rétt framhjá marki Spánar eftir góða fyrirgjöf frá De Sciglio. 

23. De Sciglio, leikmaður Ítalíu, er áminntur með gulu spjaldi fyrir brot. De Sciglio er ekki einn tíu leikmanna ítalska liðsins sem eru á hættusvæði hvað varðar að fara í leikbanni í næsta leik vegna tveggja gulra spjalda. 

19. Fabregas, leikmaður Spánar, í fínu skotfæri, en varmarmaður Ítalíu, kemst fyrir skot hans.

10. Giaccherini, miðjumaður Ítalíu, með bakfallsspyrnu sem hafnar í stönginni á marki Spánverja. Búið var að dæma háskaleik á Giaccherini og markið hefði því ekki talið ef boltin hefði farið í netið. 

8. Pellé, framherji Ítalíu, með góðan skalla eftir aukaspyrnu, en David de Gea, markvörður Spánar, ver skalla vel og Ítalir fá hornspyrnu sem ekkert verður úr.  

6. Éder, framherji Ítalíu, í ágætis færi, en varnarmaður Spánar kemst fyrir skot hans. 

3. Það hellirignir í París og það gæti kallað fram óvænt mistök leikmanna liðanna. 

1. Leikurinn er hafinn á Stade de France.

0. Liðin mættust í úrslitaleik á síðasta Evrópumóti, en þá hafði Spánn betur, 4:0, á Ólympíuleikvanginum í Kiev. 

0. Liðið sem ber sigur úr býtum í þessum leik mætir Þjóðverjum í átta liða úrslitum keppninnar í Bordeaux á laugardaginn kemur. 

0. Antonio Candreva, hægri bakvörður Ítalíu, er tognaður aftan í læri og getur ekki tekið þá í þessum leik. Aðrir leikmenn Ítalíu eru klárir í slaginn.

0. Þá eru tíu leikmenn ítalska á hættusvæði að fara í leikbann vegna tveggja gulra spjalda. Það eru þeir Simone Zaza, Thiago Motta, Éder, Leonardo Bonucci, Daniele De Rossi, Giorgio Chiellini, Andrea Barzagli, Lorenzo Insigne, Gianluigi Buffon og Salvatore Sirgiu.

0. Engin meiðsli herja á leikmannahóp spænska liðsins og enginn leikmaður liðsins er í leikbanni. Spánn stillti upp sama byrjunarliði í öllum þremur leikjum liðsins í riðlakeppninni og ólíklegt að Vicenta del Bosque geri breytingar á liði sínu í þessum leik. 

Byrjunarlið Spánar: De Gea - Piqué, Busquets, Iniesta, Morata, Fàbregas, Ramos, Juanfran, Jordi Alba, Silva, Nolito.

Byrjunarlið Ítalíu: Buffon - De Sciglio, Chiellini, Florenzi, Pellè, Barzagli, De Rossi, Éder, Parolom Bonucci, Giaccherini.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 19. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 19. APRÍL

Útsláttarkeppnin