Sterling, Kane og Sturridge

Daniel Sturridge fagnar sigurmarki Englands gegn Wales. Hann verður líklega …
Daniel Sturridge fagnar sigurmarki Englands gegn Wales. Hann verður líklega í byrjunarliði Englands í Nice í kvöld. AFP

Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englendinga, mun tefla Raheem Sterling, kantmanni Manchester City, að nýju fram í byrjunarliði sínu þegar það mætir Íslandi í kvöld á EM í knattspyrnu. Þetta fullyrti meðal annars enska blaðið The Guardian í gærkvöld. Sterling er sagður koma inn í liðið í stað Adams Lallana. Harry Kane, markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar, verður fremstur með Sterling og Daniel Sturridge sitt hvorum megin við sig á köntunum.

Dele Alli og Wayne Rooney verða á miðjunni með Eric Dier, ef að líkum lætur. Vörnina skipa væntanlega Danny Rose, Kyle Walker, Gary Cahill og Chris Smalling. Þar með gerir Hodgson sex breytingar á liði sínu frá síðasta leik riðlakeppninnar, sem hann nýtti til að hvíla lykilmenn. Fastlega má búast við því að byrjunarlið Íslands verði það sama og í öllum leikjum mótsins til þessa. sindris@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

LEIKIR Í DAG - 29. MARS

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 29. MARS

Útsláttarkeppnin