Drápu niður allan baráttuvilja þeirra

Hluti leikmanna íslenska landsliðsins fagnar sigrinum glæsilega á Englendingum í …
Hluti leikmanna íslenska landsliðsins fagnar sigrinum glæsilega á Englendingum í Nice í gærkvöldi. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Þetta var glæsilegt hjá þeim. Það eru varla til nógu góð lýsingarorð yfir það hvað þeir stóðu sig vel. Þeir héldu Englendingum algjörlega frá markinu; vinnusemi, dugnaður og allt það sem þarf í svona leiki var til fyrirmyndar,“ sagði Brynjar Björn Gunnarsson, fyrrverandi landsliðsmaður, eftir sigur Íslands á Englandi í gær.

„Þeir voru rólegir með boltann þegar á þurfti að halda, og markið sem Kolli skoraði kom eftir frábært spil. Það þurfti kaldan haus og heita fætur í þennan leik,“ sagði Brynjar. „Í seinni hálfleik var maður eiginlega bara rólegur. Það komu engin augnablik þar sem þeir sluppu í gegn eða fengu einhver færi; þetta voru einhver eitt eða tvö skot fyrir utan teiginn. Þeim tókst að drepa niður allan baráttu- og sigurvilja í enska liðinu með frammistöðu sinni,“ sagði Brynjar Björn ennfremur. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

LEIKIR Í DAG - 19. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 19. APRÍL

Útsláttarkeppnin