Mun hafa skaðleg áhrif til langs tíma

Roy Hodgson á blaðamannafundi í dag í Chantilly, höfuðstöðvum Englendinga …
Roy Hodgson á blaðamannafundi í dag í Chantilly, höfuðstöðvum Englendinga á meðan keppni liðsins á EM í Frakklandi stóð. AFP

Roy Hodgson, sem steig úr landsliðsþjálfarastóli Englendinga í knattspyrnu í gærkvöldi, eftir sögulegt tap liðsins gegn Íslandi í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu, segir að tapið muni hafa skaðleg áhrif á landslið Englands til langs tíma. 

Þetta kemur fram á vef BBC sem vísaði þó ekki beint í ummæli Hodgsons. „Ég skil að enska landsliðið verður harðlega gagnrýnt eftir að hafa fallið úr leik svona snemma í keppninni,“ sagði Hodgson.

„Einn sérstaklega slakur leikur hefur valdið mér persónulega miklum skaða, liðinu, og framförum þess. Þeir eiga mikið verk fyrir höndum,“ sagði Hodgson.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 28. MARS

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 28. MARS

Útsláttarkeppnin