Níu leikmenn Íslands á hættusvæði

Gylfi Sigurðsson fær gult spjald í leiknum í gær en …
Gylfi Sigurðsson fær gult spjald í leiknum í gær en hann og Jóhann Berg Guðmundsson eru á hættusvæðinu. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Níu leikmenn íslenska landsliðsins í knattspyrnu eiga það á hættu að verða í leikbanni komist Íslendingar í undanúrslitin á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi.

Leikmennirnir níu eru: Kári Árnason, Birkir Bjarnason, Jóhann Berg Guðmundsson, Aron Einar Gunnarsson, Hannes Þór Halldórsson, Birkir Már Sævarsson, Kolbeinn Sigþórsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Ari Freyr Skúlason.

Fái einhver þessara leikmanna gult spjald í leiknum á móti Frökkum á Stade de France á sunnudaginn og Íslendingar fari með sigur af hólmi missa þeir af undanúrslitaleiknum gegn Ítölum eða Þjóðverjum. Að öðru leyti falla spjöld niður eftir átta liða úrslitin hjá þeim sem eru með eitt gult spjald á bakinu.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 19. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 19. APRÍL

Útsláttarkeppnin