Engin þögn fyrir Tyrkland

Tyrkneska landsliðið er úr leik á EM.
Tyrkneska landsliðið er úr leik á EM. AFP

Knattspyrnusamband UEFA hefur hafnað þeirri beiðni að hafa mínútuþögn fyrir 8 liða úrslit Evrópumótsins sem fer fram í Frakklandi um þessar mundir. Yfir 40 manns létu lífið í sjálfsmorðssprengingum á Ataturk-flugvellinum í Istanbúl í Tyrklandi í gær.

Sjálfsmorðssprengingin átti sér stað á Ataturk-flugvellinum í Istanbúl í gær en tala látinna er 41 sem stendur og þá eru margir særðir eftir árásina.

Tyrkneska karlalandsliðið tók þátt á Evrópumótinu sem fer fram í Frakklandi um þessar mundir en liðið datt út í riðlakeppninni. Fjölmargir leikmenn sem leika í tyrknesku úrvalsdeildinni eru þó enn að spila á mótinu en þeir eru í losti eftir fréttir dagsins.

Ljóst er að engin mínútuþögn fer fram fyrir leikina í 8 liða úrslitum. Knattspyrnusamband UEFA gaf fáránlegar ástæður fyrir því af hverju mínútuþögnin fer ekki fram. Tyrkneska landsliðið er úr leik á Evrópumótinu og atvikið ekki fótboltatengt.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 19. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 19. APRÍL

Útsláttarkeppnin