L'Equipe: Íslenska treyjan sú flottasta á EM

Margir íslensku áhorfendurnir á EM klæðast Errea treyjunni sem blaðamenn …
Margir íslensku áhorfendurnir á EM klæðast Errea treyjunni sem blaðamenn Sport & Style völdu þá flottustu á EM. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Sport & Style, aukablað franska íþróttadagblaðsins L'Equipe, velur íslensku landsliðstreyjuna þá flottustu á Evrópukeppni landsliða. Þetta kemur fram á vefsíðu blaðsins. Sannarlega áhugavert í ljós þess hve gífurleg gagnrýni kom fram á Íslandi þegar treyjan var fyrst kynnt.

„Ísland tekur þátt á EM í fyrsta skipti en - umfram allt - er í fyrsta sæti hjá okkur við val á flottustu keppnistreyju mótsins,“ segir á síðunni. „Þarna er að finna bláan lit hafsins, hvítan fyrir jöklana og rauðan fyrir eldgosin.“

Keppnistreyja Englands þykir sú næstflottasta í vali Sport & Style, treyja Wales er í þriðja sæti, þá sú króatíska og fimmta flottasta treyjan þykir sú franska. 

Kári Árnason og Raheem Sterling í leiknum á mánudagskvöldið. Enska …
Kári Árnason og Raheem Sterling í leiknum á mánudagskvöldið. Enska treyjun er sú næsta flottasta á EM að móti blaðamanna Sport & Style hjá L'Equipe. mlb.is/Skapti Hallgrímsson
Hannes Halldórsson á EM.
Hannes Halldórsson á EM. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Íslenska klappið að leikslokum hefur vakið mikla athygli allra sem …
Íslenska klappið að leikslokum hefur vakið mikla athygli allra sem fylgjast með Evrópumótinu. Nú þykir treyjan sú flottasta á EM. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is

LEIKIR Í DAG - 19. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 19. APRÍL

Útsláttarkeppnin