Leicester og Tottenham með Ragnar í sigtinu

Ragnar í leik gegn Ungverjum á EM.
Ragnar í leik gegn Ungverjum á EM.

Englandsmeistarar Leicester og Tottenham eru meðal þeirra liða sem hafa sýnt áhuga á að fá Ragnar Sigurðsson til liðs við sig en Ragnar hefur farið á kostum með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í Frakklandi.

Enska blaðið Guardian greinir frá áhuga ensku úrvalsdeildarliðanna en Ragnar er samningsbundinn rússneska liðinu Krasnodar til ársins 2018. Þá er Liverpool einnig á hliðarlínunni og líklega yrði það draumur fyrir Ragnar að spila með Liverpool en það er félagið sem hann hefur haldið með frá unga aldri.

Ragnar hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína á EM og ekki síst eftir frábæran leik á móti Englendingum í fyrrakvöld þar sem hann var útnefndur besti leikmaðurinn.

En það eru fleiri lið á höttunum eftir Ragnari. Guardian greinir frá því að þýsku liðin Schalke og Wolfsburg hafi sett sig í samband við Krasnodar en talið er að verðmiðinn á Ragnari sé 5 milljónir evra sem jafngildir 690 milljónum króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

LEIKIR Í DAG - 20. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 20. APRÍL

Útsláttarkeppnin