Hvernig á að heiðra Lars?

Lars Lagerbäck á landsliðsæfingu í Frakklandi.
Lars Lagerbäck á landsliðsæfingu í Frakklandi. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Svíar eru farnir að velta fyrir sér hvort Lars Lagerbäck geti fengið einhver af æðstu verðlaunum í sænskum íþróttum í kjölfarið á árangri hans sem landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu.

Aftonbladet veltir í dag vöngum yfir því hvernig Lars gæti verið heiðraður vegna frammistöðu íslenska landsliðsins í Evrópukeppninni í Frakklandi.

Viðurkenning sem Svenska Dagbladet afhendir árlega, Bragdguldet, fyrir bestu frammistöðu ársins í sænskum íþróttum er mest í umræðunni og rætt er við Anders Lindblad sem á sæti í dómnefndinni. Hann kveðst hafa rætt þetta við formann nefndarinnar. Ekkert fordæmi sé fyrir því að þjálfari hafi fengið viðurkenninguna en nú sé umræða í gangi um hvort Lars eigi að vera gjaldgengur í kjörinu. Það sé túlkunaratriði á reglum kjörsins.

Hinsvegar er enginn vafi á því að Lars gæti fengi Jerringsprisen, viðurkenningu Radiosport sem er á sömu nótum en m.a. fékk Sven-Göran Eriksson hana á sínum tíma þegar hann var landsliðsþjálfari Englendinga.

Aftonbladet tekur hinsvegar sérstaklega fram að Gullboltinn sem blaðið afhendir árlega geti bara farið í hendur besta knattspyrnumanns Svíþjóðar!

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 24. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 24. APRÍL

Útsláttarkeppnin