Coman hefur tapað fyrir Íslandi

Kingsley Coman í baráttu við Stephen Ward i leik Frakka …
Kingsley Coman í baráttu við Stephen Ward i leik Frakka og Íra í 16-liða úrslitunum. AFP

Kingsley Coman, hinn efnilegi sóknarmaður franska landsliðsins í knattspyrnu, hefur þegar upplifað það að tapa fyrir Íslandi á fótboltavellinum.

Coman var í franska 21-árs landsliðinu sem beið lægri hlut fyrir jafnöldrum sínum í því íslenska, 3:2, á Kópavogsvellinum síðasta haust, en Ísland og Frakkland berjast nú um sigur í undanriðli Evrópukeppninnar. Frakkar eru með 14 stig gegn 12 stigum Íslendinga, sem eiga hins vegar leik til góða og eru eina taplausa liðið í riðlinum.

Coman hefur spilað alla fjóra leiki Frakka á EM, tvo í byrjunarliði og tvo sem varamaður, en hefur ekki náð að skora. Hann er hins vegar sá leikmaður sem hefur mælst á mestum hraða í keppninni, Coman hefur náð 33 km/klst. á spretti í leik með Frökkum, einum km hraðar en Kolbeinn Sigþórsson og margir fleiri sem hafa mælst á 32 km/klst.

Nánar er fjallað um Kingsley Coman í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

LEIKIR Í DAG - 28. MARS

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 28. MARS

Útsláttarkeppnin