„Ekki hneykslaður en undrandi“

Franska landsliðið.
Franska landsliðið. AFP

„Ég var ekki hneykslaður á úrslitunum í leik Englands og Íslands en ég varð undandi,“ sagði Bacary Sagna hægri bakvörður franska landsliðsins í knattspyrnu á fréttamannafundi í morgun.

Fakkar eru að undirbúa sig undir leikinn gegn Íslendingum í 8-liða úrslitunum Evrópumótsins í knattspyrnu sem fram fer á Stade de France, þjóðarleikvangi Frakka, á sunnudagskvöldið.

„Ég er ekki að hugsa um ósigur og er ekki að skipuleggja frí mitt svona snemma. Ég vil alla leið,“ sagði Sagna sem leikur með Manchester City í ensku úrvalsdeildinni en var þar áður í Arsenal.

„Ég hélt að England myndi vinna Ísland því Englendingar eru með ungt og hæfileikaríkt lið en á hinn bóginn var ég ánægður fyrir Íslands hönd því liðið lék mjög vel. Það kenndi enska liðinu lexíu og Ísland verðskuldar að vera þar sem það er.

Við munum vitaskuld ekki vanmeta íslenska liðið en við erum á meðal þeirra bestu í Evrópu, við erum á meðal þeirra sigurstranglegustu á mótinu og við erum á heimavelli.“

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 18. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 18. APRÍL

Útsláttarkeppnin