Frábær snúningur Robson-Kanu - myndskeið

Robson-Kanu skildi belgísku varnarmennina eftir í reyknum.
Robson-Kanu skildi belgísku varnarmennina eftir í reyknum. AFP

Hal Robson-Kanu, landsliðsmaður Wales í knattspyrnu, kom liðinu yfir gegn Belgíu í 8-liða úrslitum Evrópumótsins í kvöld en markið var afar snoturt.

Radja Nainggolan kom belgíska liðinu yfir snemma leiks með þrumufleyg fyrir utan teig áður en Ashley Williams jafnaði með skallamarki eftir hornspyrnu. Robson-Kanu kom svo Wales yfir í byrjun síðari hálfleiks með góðu marki.

Hægt er að sjá markið hér fyrir neðan en takið sérstaklega eftir snúningnum sem Robson-Kanu tekur.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 28. MARS

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 28. MARS

Útsláttarkeppnin