Griezmann setti Giroud á bekkinn

Antoine Griezmann í leik með franska landsliðinu.
Antoine Griezmann í leik með franska landsliðinu. AFP

Antoine Griezmann, leikmaður franska landsliðsins í knattspyrnu, nýtir frítíma sinn á milli æfinga og leikja vel, en hann spilar knattspyrnuleikinn Football Manager og stýrir þar enska úrvalsdeildarliðinu Arsenal.

Franska landsliðið er komið í 8-liða úrslit Evrópumótsins en liðið mætir þar Íslandi. Leikurinn fer fram á Stade de France á sunnudag en franska liðið undirbýr sig af kappi fyrir leikinn.

Griezmann nýtir dauðu stundirnar í að spila knattspyrnuleikinn Football Manager en hann stýrir Arsenal í leiknum. Griezmann komst í fréttirnar á dögunum er hann var að stýra Chelsea í leiknum en þá fór orðrómur af stað um að hann gæti mögulega verið á leið til enska liðsins.

Það er þó ekki í myndinni en hann stýrir nú Arsenal. Hann keypti Romelu Lukaku, framherja belgíska landsliðsins, til Arsenal og ákvað þá að bekkja liðsfélaga sinn í franska landsliðinu, Olivier Giroud.

Hægt er að sjá myndband af því hér fyrir neðan en hægt er að sjá atvikið á 3:40.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 19. MARS

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 19. MARS

Útsláttarkeppnin