„Hef fengið þennan stimpil“

Jón Daði Böðvarsson, Birkir Már Sævarsson og Lars Lagerbäck á …
Jón Daði Böðvarsson, Birkir Már Sævarsson og Lars Lagerbäck á fréttamannafundi í Annecy í morgun. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Ég held að leikurinn við Frakkanna verði öðruvísi og erfiðari heldur en leikurinn á móti Englendingum,“ sagði Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson við fréttamenn í Annecy í Frakklandi í morgun en á sunnudaginn mæta Íslendingar gestgjöfum Frakka í 8-liða úrslitum Evrópumótsins.

„Ég held að tempóið verði meira hjá Frökkunum og það verður erfiðara að verjast þeim heldur en Englendingunum,“ sagði Jón Daði.

Spurður út í þátttöku Íslands á mótinu sagði Jón Daði; „Þetta er vitaskuld stórt skref fyrir íslenska íþróttasögu. Lið okkar hefur vakið mikla athygli út um víða veröld það er bara frábært.“

Það var allaf draumur minn að komast í landsliðið en ég atti ekki alveg von að tækifærið kæmi svo snemma. Ég er stoltur Selfyssingur og hef aldrei verið hamingjusamari.“

Jón Daði hefur verið þekktur fyrir dugnað sinn og mikla hlaupagetu og spurður hvort hafi heyrt af því að sumir segja að hann geti bara hlaupið en ekki skorað sagði hann;

„Ég hef einhverju vegna fengið þennan stimpil að ég gæti bara hlaupið og djöflast. Atvinnumenn í fótbolta verða að geta tekið við boltanum og gert eitthvað gott við hann, “ sagði Jón Daði sem gekki í raðir þýska B-deildarliðsins Kaiserslautern frá norska liðinu Viking um áramótin.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin