Kvaddi alla leikmenn nema einn

Vicente Del Bosque, fyrrverandi landsliðsþjálfari Spánar.
Vicente Del Bosque, fyrrverandi landsliðsþjálfari Spánar. AFP

Spænski þjálfarinn Vicente Del Bosque sagði starfi sínu sem landsliðsþjálfara Spánar í knattspyrnu lausu í gær eftir að Spánn féll úr leik í 16-liða úrslitum á EM. Hann sendi öllum leikmönnum sem voru í leikmannahópnum á EM skilaboð þess efnis, nema einum.

Markvörðurinn Iker Casillas fékk ekki skilaboð frá Del Bosque en samband þeirra stirðnaði til muna eftir að Casillas var varamarkvörður á EM en David de Gea varði mark Spánverja í Frakklandi. Casillas hafði verið aðalmarkvörður Spánverja í mörg ár en hann á að baki 167 landsleiki.

Del Bosque viðurkenndi sjálfur að sambandið við Casillas, sem hann hefur þekkt síðan markvörðurinn var níu ára, hafi stirðnað. „Samband hans og liðsfélaganna hefur verið gott en það hefur verið verra við þjálfarana,“ sagði Del Bosque.

„Það er ástæðan fyrir því að eini leikmaðurinn sem fékk ekki skilaboðin er Casillas. Hann er pirraður út í mig,“ bætti fyrrverandi landsliðsþjálfari Spánar við.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 29. MARS

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 29. MARS

Útsláttarkeppnin