Laskaður leiðtogi liðsins

Aron Einar Gunnarsson á æfingu í gær undir vökulum augum …
Aron Einar Gunnarsson á æfingu í gær undir vökulum augum Stefáns Stefánssonar sjúkraþjálfara og Sveinbjörns Brandssonar læknis. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, hefur verið í stóru hlutverki á Evrópumótinu í Frakklandi. Hann æfir hins vegar lítið sem ekkert með liðinu á milli leikja og allt miðast við að hann sé tilbúinn þegar kemur að næsta verkefni. Margir hafa nefnt hann sem mikilvægasta leikmann liðsins í keppninni og þá ekki síst vegna leiðtogahæfileika hans.

Íslenska liðið æfði í fyrsta sinn eftir sigurinn á Englandi í Annecy í gærmorgun. Allir 23 leikmennirnir í hópnum voru á æfingasvæðinu en Aron tók ekki þátt í þeim hluta æfingarinnar sem fréttamenn fengu að fylgjast með að öðru leyti en því að hann skokkaði rólega með Stefáni Stefánssyni sjúkraþjálfara.

Fyrir keppnina kom fram að Aron færi væntanlega í aðgerð vegna þrálátra ökklameiðsla að Evrópukeppninni lokinni og hann hefur líka glímt við nárameiðsli á meðan hún hefur staðið yfir. Samt hefur hann spilað allar 90 mínúturnar í þremur af fjórum leikjum Íslands, en í leiknum við Ungverjaland varð fyrirliðinn að fara af velli um miðjan síðari hálfleik.

Sjá  greinina um Aron í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

LEIKIR Í DAG - 20. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 20. APRÍL

Útsláttarkeppnin