Lofar að tapa aldrei fyrir frosinni eyju

Eric Cantona lofar að tapa aldrei fyrir Íslandi.
Eric Cantona lofar að tapa aldrei fyrir Íslandi. AFP

Enska landsliðið hefur legið undir mikilli gagnrýni eftir tapið gegn Íslandi á mánudag í 16-liða úrslitum Evrópumótsins en Roy Hodgson sagði starfi sínu lausu um leið og úrslitin lágu fyrir.

Wayne Rooney kom enska landsliðinu á bragðið í leiknum með því að skora úr vítaspyrnu snemma leiks áður en Ragnar Sigurðsson jafnaði metin. Kolbeinn Sigþórsson skoraði svo annað markið sem skaut íslenska liðinu í 8-liða úrslit.

Roy Hodgson hætti sem þjálfari enska liðsins eftir leikinn og fóru ensku fjölmiðlarnir ekki fögrum orðum um liðið eftir leik en franska goðsögnin Eric Cantona er þó tilbúinn til þess að taka við starfinu.

Cantona hefur verið með skemmtileg myndbönd á meðan Evrópumótið er í gangi en það er gert í samstarfi við Eurosport. Í myndbandinu hér fyrir neðan býður hann sig fram til þess að taka við enska landsliðinu og lofar þar meðal annars að tapa aldrei fyrir lítilli frosinni eyju þar sem markvörðurinn er leikstjóri og annar þjálfarinn er tannlæknir.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 20. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 20. APRÍL

Útsláttarkeppnin