Blómstrar í bestu liðsheildinni

Ragnar Sigurðsson jafnar 1:1 í leiknum við Englendinga í Nice.
Ragnar Sigurðsson jafnar 1:1 í leiknum við Englendinga í Nice. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Fótbolti er liðsíþrótt. Sennilega hafa fá lið í þessari Evrópukeppni, ef þá nokkurt, sýnt fram á það á jafn afgerandi hátt og það íslenska að liðsheild er það sem mestu máli skiptir þegar reynt er að ná sem bestum árangri. Sama hversu margar stjörnur eru innanborðs.

Innan sterkra liðsheilda þrífast sumir enn betur en aðrir. Það er ekki á neinn hallað þótt fullyrt sé að fremstur meðal jafningjanna í íslenska liðinu á EM standi miðvörðurinn úr Árbænum, Ragnar Sigurðsson.

Fékk sparieinkunnina

Við á Morgunblaðinu gáfum Ragnari sparieinkunnina okkar, þrjú M, fyrir stórbrotna frammistöðu hans í leiknum við Englendinga í Nice síðasta mánudagskvöld. Hann verðskuldaði hana fyllilega. Erlendir fjölmiðlar gáfu honum margir 9 í einkunn, jafnvel 10. Þar kórónaði hann frábæran leik, eftir að hafa skorað og verið nærri því búinn að bæta við marki með hjólhestaspyrnu, þegar hann stöðvaði Jamie Vardy í vítateig Íslands með einhverri djörfustu og fullkomnustu tæklingu sem við höfum séð í landsleik Íslands.

Ég sá fyrst til Ragnars um eða laust fyrir aldamótin, líkast til í 4. flokki, en þar var hann í geysiöflugum 1986-árgangi Fylkis sem var með þeim bestu á landinu. Þá man ég ekki betur en Ragnar væri áberandi miðjumaður. Hann bankaði snemma á dyr meistaraflokks Árbæjarliðsins og spilaði 38 leiki með því í úrvalsdeildinni á árunum 2004 til 2006, og skoraði tvö mörk. Þar festi hann sig í sessi sem efnilegur miðvörður og hefur ekki vikið úr þeirri stöðu síðan.

Sjá greinina um Ragnar í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

LEIKIR Í DAG - 24. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 24. APRÍL

Útsláttarkeppnin