„Var þetta bróðir Kolbeins?“

Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson. AFP

„Ég vona virkilega að hann haldi ferð sinni áfram um Frakkland í Evrópukeppninni og ef það verður málið gæti það þýtt að Frökkum yrði sópað undir teppið,“ segir Rene Girard, þjálfari franska liðsins Nantes, sem landsliðsmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson leikur með.

Kolbeinn átti ekki góðu gengi að fagna á sínu fyrsta tímabili með Nantes en með íslenska landsliðinu hefur allt gengið að óskum hjá honum og það var hann sem skoraði sigurmarkið í eftirminnilegum sigri gegn Englendingum fyrr í vikunni.

Um framtíð Kolbeins hjá Nantes sagði þjálfarinn:

„Þegar hann klárar mótið fær hann fjögurra vikna frí eins og aðrir leikmenn og við sjáum svo til eftir það,“ segir Girard, sem tók við þjálfun Nantes í sumar.

„Kolbeinn átti erfitt tímabil og það getur gerst hjá öllum frábærum leikmönnum. Hann er greinilega að endurheimta formið og er leikmaður í alþjóðlegum klassa. Hann er hluti af liðinu,“ segir Girard, þjálfari Nantes.

„Hann á enn fjögur ár eftir af samningi sínum,“ segir Franck Kita, framkvæmdastjóri Nantes.

„Var þetta bróðir Kolbeins Sigþórssonar hjá Nantes á tímabilinu eða hvað,“ spurði ritstjóri tímaritsins 20Mintues nýlega en Kolbeinn náði sér ekki á strik og skoraði aðeins fjögur mörk í 29 leikjum með liðinu en á síðari hluta tímabilsins átti hann við hnémeiðsli að stríða.

Kolbeinn verður í eldlínunni gegn Frökkum í átta liða úrslitunum á Evrópumótinu á Stade de France annað kvöld.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 19. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 19. APRÍL

Útsláttarkeppnin