Fleiri Svíar horfðu á Ísland en Svíþjóð

Byrjunarlið Íslands í öllum fimm leikjunum á EM.
Byrjunarlið Íslands í öllum fimm leikjunum á EM. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Fleiri Svíar fylgdust með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í knattspyrnu heldur en því sænska.

2,6 milljónir Svía fylgdust með fyrri hálfleiknum í leik Frakka og Íslendinga í 8-liða úrslitunum en 2,3 milljónir manna sáu síðari hálfleikinn í viðureign Svía og Ítala í riðlakeppninni.

„Svíar tóku ástfóstri við Íslendingana og sérstaklega eftir að Svíar duttu út úr keppninni,“ segir talsmaður sænska sjónvarpsins við sænska fjölmiðla.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin