Agla, Ingibjörg og Sísí byrja allar

Hin 17 ára gamla Agla María Albertsdóttir er í framlínu …
Hin 17 ára gamla Agla María Albertsdóttir er í framlínu Íslands. mbl.is/Golli

Byrjunarlið Íslands í leiknum við Frakkland á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu hefur verið tilkynnt. Þrír leikmenn sem ekki tóku þátt í undankeppninni eru í byrjunarliðinu.

Hin 17 ára gamla Agla María Albertsdóttir byrjar leikinn og verður þar með yngst Íslendinga til að spila á stórmóti. Ingibjörg Sigurðardóttir er í vörninni en hún lék sína fyrstu tvo landsleiki í síðasta mánuði. Sigríður Lára Garðarsdóttir er svo á miðjunni í sínum 9. A-landsleik, eftir að hafa stimplað sig inn í liðið á þessu ári.

Byrjunarlið Íslands er það sama og mætti Brasilíu í síðasta vináttulandsleiknum fyrir EM, fyrir utan að Dagný Brynjarsdóttir, sem oftast hefur leikið á miðjunni, snýr aftur eftir meiðsli og leikur fremst í stað Katrínar Ásbjörnsdóttur.

Byrjunarliðið: (3-4-3) Mark: Guðbjörg Gunnarsdóttir. Vörn: Glódís Perla Viggósdóttir, Sif Atladóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir. Miðja: Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Sigríður Lára Garðarsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir. Sókn: Agla María Albertsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir.

Mbl.is er á leiknum í Tilburg og verður honum lýst í beinni textalýsingu. Viðtöl koma inn fljótlega eftir leik og fjallað verður vel um leikinn í íþróttablaði Morgunblaðsins á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin