Sýndu auglýsingu en ekki upphaf leiksins

Það gerðist kannski ekki mikið á fyrstu 30 sekúndunum, en …
Það gerðist kannski ekki mikið á fyrstu 30 sekúndunum, en einhverjir hefðu kannski viljað sjá þær frekar en auglýsingu. AFP

Áhorfendur sem fylgdust með útsendingu RÚV af leik Íslands og Frakklands á Evrópumótinu í knattspyrnu í kvöld fengu ekki að sjá fyrstu 30 sekúndurnar af leiknum. Eftir að þjóðsöngvum beggja liða höfðu verið gerð skil og fyrirliðar heilsast fóru í loftið auglýsingar. Auglýsingahléinu lauk ekki fyrr en hálf mínúta var liðin af leiknum.

Nokkrir árvökulir tístarar vöktu athygli á málinu á Twitter og svaraði íþróttadeild RÚV því að Knattspyrnusamband Evrópu UEFA hafi ekki farið eftir þeirri tímáætlun sem var ákveðin fyrir leikinn. Benda þeir jafnframt á að það sama hafi gerst í Svíþjóð.



mbl.is

Bloggað um fréttina

LEIKIR Í DAG - 19. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 19. APRÍL

Útsláttarkeppnin