Holland stendur vel að vígi á EM

Sherida Spitse fagnar sigurmarki sínu úr vítaspyrnu gegn Danmörku í …
Sherida Spitse fagnar sigurmarki sínu úr vítaspyrnu gegn Danmörku í kvöld. AFP

Gestgjafar Hollands eru í góðri stöðu í A-riðli Evrópumóts kvennalandsliða í knattspyrnu eftir 1:0-sigur á Danmörku í annarri umferð riðilsins í kvöld. Holland hefur unnið báða sína leiki til þessa í keppninni.

Sigurmark Hollands kom úr vítaspyrnu strax á 20. mínútu, en markið skoraði Sherida Spitse. Holland var jafnframt sterkari aðilinn í leiknum og fékk mun fleiri marktilraunir, en náði aldrei að gera út um leikinn. Þær hollensku héldu þó forskoti sínu og unnu að lokum 1:0.

Holland er nú með sex stig, Danmörk og Belgía með þrjú stig og Noregur án stiga. Þrátt fyrir það geta öll liðin enn komist áfram og að sama skapi öll liðin setið eftir fyrir lokaumferðina.

Holland stendur þar best að vígi, en fari svo að liðið tapi fyrir Belgíu og að Danmörk vinni Noreg verða öll með sex stig. Þá gildir markatala í innbyrðis viðureignum liðanna. Vinni Holland og Noregur sína leiki fer Holland áfram en markatala í innbyrðis viðureignum hinna þriggja liðanna sker úr um hver fylgir gestgjöfunum í átta liða úrslitin.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin