Lá hrædd á koddanum í klukkutíma

„Ég vakna vanalega ekki við svona hluti en ég kipptist bara við. Þetta var óþægilegt,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir létt í bragði fyrir æfingu landsliðsins í knattspyrnu í Hollandi í dag. Þrumur og eldingar héldu vöku fyrir henni í nótt eins og fleiri leikmönnum.

„Maður hrökk upp við einhverjar rosalegustu þrumur sem ég hef upplifað, og ég lá hrædd á koddanum í klukkutíma. Ég frétti að Anna Björk [Kristjánsdóttir] hefði opnað gluggann og haldið að það væru bara sprengjur úti. Það var rosa drama hjá henni og Söndru [Sigurðardóttur]. Þetta var fyndið,“ sagði Glódís og hló.

Eftir 1:0-tap gegn Frökkum er leikur við Sviss á laugardag næstur á dagskrá hjá Íslandi á EM. Sviss vann tvo síðustu leik sína við Ísland, í undankeppni HM 2015.

„Við erum ekki með söguna okkar megin, en það er kominn tími til að breyta því. Við höfum fulla trú á að geta gert góða hluti á móti þeim ef við vörumst skyndisóknirnar þeirra og höldum boltanum betur þegar við vinnum hann. Við vinnum hann mikið eins og við sáum gegn Frökkum, og spilum frábæra vörn. Við þurfum að gera betur við boltann þegar við vinnum hann,“ sagði Glódís.

Nánar er rætt við Glódísi í meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin