Ögurstundin er í Rotterdam

Byrjunarliðið gegn Frökkum.
Byrjunarliðið gegn Frökkum. AFP

Það þýðir víst ekki lengur að svekkja sig á tapi Íslands gegn Frakklandi. Evrópumótið í knattspyrnu heldur áfram í Hollandi og í gærkvöld fengu stelpurnar okkar fyrirlestur í boði Arnars Bills Gunnarssonar og Freys Alexanderssonar þjálfara um næsta andstæðing; Sviss. Arnar fékk það hlutverk að fylgja Svisslendingum eftir síðustu misseri og hefur rýnt í leik þeirra og vonandi skilar skýrsla hans sér eins vel og hjá Davíð Snorra Jónassyni sem greindi leik Frakka.

Nú er tveimur leikjum af sex lokið í riðli Íslands. Austurríki vann Sviss 1:0 áður en Frakkland vann okkar konur með sama mun. Tvö þessara liða komast áfram í 8-liða úrslit mótsins. Ísland mætir næst Sviss á laugardag í bænum Doetinchem og síðasti leikur liðsins í riðlinum er gegn Austurríki í Rotterdam næsta miðvikudag.

Að mínu mati er það gott fyrir íslenska liðið að Austurríki hafi unnið Sviss. Minn versti ótti fyrir mót var að Ísland tapaði gegn Frakklandi og Sviss og ætti ekki lengur möguleika á að komast upp úr riðlinum með sigri á Austurríki. Nú er hins vegar útlit fyrir að ögurstundin verði í Rotterdam næsta miðvikudag.

Það ætti líka að hjálpa íslenska liðinu að Caroline Abbé, fyrirliði Sviss, meiddist gegn Austurríki og hinn aðalmiðvörður liðsins, Rahel Kiwic, fékk rautt spjald og verður í leikbanni. Hins vegar er flestum í fersku minni hve herfilega gekk hjá Íslandi gegn Sviss þegar liðin mættust í tveimur leikjum í undankeppni HM 2015. Það verður við ramman reip að draga gegn leikmönnum á borð við Ramonu Bachmann og Löru Dickenmann.

Sjáðu greinina um framhaldið og möguleika Íslands í íþróttablaði Morgunblaðsins

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

LEIKIR Í DAG - 19. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 19. APRÍL

Útsláttarkeppnin