„Ég held að ég sé gróf“

Sigríður Lára Garðarsdóttir.
Sigríður Lára Garðarsdóttir. mbl.is/Golli

Eyjamærin Sigríður Lára Garðarsdóttir hefur slegið í gegn með frammistöðu sinni í íslenska landsliðinu. Fyrir ári síðan grunaði hana ekki að hún yrði með Íslandi á EM í knattspyrnu í Hollandi, og hvað þá að hún yrði í byrjunarliðinu gegn Frökkum í fyrsta leik. Sú varð þó raunin og Sísí, eins og hún er kölluð, komst afar vel frá sínu í leiknum.

„Þetta kom mér svolítið á óvart, en ég var alveg tilbúin að byrja leikinn. Það kom smáspenningur í mann þegar þetta var að byrja en hann hvarf,“ segir Sigríður Lára og brosir breitt þar sem ég ræði við hana á glæsilegu æfingasvæði landsliðsins í Ermelo.

„Það er gríðarlega mikill stuðningur frá öllu liðinu og allir tilbúnir í að stappa í mann stálinu. Liðsheildin er gríðarlega sterk og ég er mjög ánægð með að vera hluti af þessum hópi. Þetta er mjög gaman og við þurfum bara að njóta þess að vera hérna,“ segir Sigríður Lára, meðvituð um hve hlutirnir hafa gerst hratt hjá henni síðustu mánuði. Þrátt fyrir að hún hafi verið lykilmaður hjá ÍBV síðustu ár er ekki langt síðan tækifærið með landsliðinu gafst, hjá þessum 23 ára miðjumanni.

Sjá viðtalið í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

LEIKIR Í DAG - 23. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 23. APRÍL

Útsláttarkeppnin